Page images
PDF
EPUB
[merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][ocr errors][merged small]

Gl. kgl. A.Magn. A. Magn. A. Magn. A.Magn. A. Magn. A. Magn. A.Magn. A. Magn. Saml. 334.Fol. 346. Fol. 351. Fol. 347. Fol. 135. 4to. 158. B. 50. 8vo. 148. 4to.

1157. Fol. c. 1275. c. 1330. c. 1360.c. 1370. c. 1380.

4to. c. 1450. c. 1480.

[merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][ocr errors][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][ocr errors][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small][merged small]

Um tímatalið, hvenær lög þessi sè sett, veltr á þremr árum: 1096, 1097 og 1098; sú tala er bygð á því þrennu: 1) í einu af hinum fornu handritum (E) er talið, að lög þessi sè sett árið Mxcvi (1096); 2) í sama handriti stendr, að þau sè sett á sextánda ári" biskupsdóms Gizurar biskups; 3) í flestum, annálum stendr, að ár 1097 hafi tíundargjörð verið lögleidd á Íslandi. Á þessu er tímatalið allt byggt hjá hinum síðari rithöfundum, sem hafa fært tíundarlög þessi til ákveðins árs. Arngrímr prestr (Crymogea bls. 106) og Professor P. A. Munch (Det norske Folks Historie III, 1053) fara einúngis eptir annálum, og setja tíundarlögin niðr á árið 1097. Jón prófastr Halldórsson í Hitardal, í æfi Skálholts biskupa, sameinar tvennt, og lætr statútuna vera ritaða 1096, en tíundina lögleidda 1097. Jón Eiríksson fer einúngis eptir áratölu biskupsdóms Gizurar biskups, og telr því tíundarlögin útgefin 1098 (Arnes. islandske Rettergang, Khavn 1762. 4to. bls. 524). Ísleifr biskup andaðist

1) sbr. B. § 45.

2) sbr. B. § 31 og E. § 44.

5. Juli 1080; á alþíngi 1081 var Gizur kosinn til biskups og fór utan; vígðr var hann 12. sunnudag eptir Trinitatis, (4. Septbr.) 1082, og kom út til Íslands til stóls síns um vorið 1083. Áratala biskupsdóms hans byrjar því 4. Septbr. 1082, eptir því sem vant er að telja, og yrði þá alþíng á 16da ári hans 1098, en þar sem í sama skjalinu stendr ártalið 1096, þá verðr annaðhvort að vera skakkt, og er mjög líklegt, að „sextánda” ár geti verið misritað fyrir fjórtánda" (XV1 fyrir XIV), því 1096 verðr fjórtánda ár biskupsdóms Gizurar. Ártalan 1098 hefir því minnst við að styðjast, og getr varla verið rétt; en eg tek árið 1096 fram yfir 1097, af því það styðst við forn handrit statútunnar sjálfrar, og það ár heldr Finnr biskup rèttast (Hist. Eccl. Island. I, 120, athgr. b) og margir með honum.

[ocr errors]

Svo er skipað í Grágás (þíngskapa þ. cap. 23), að goðar allir skulu koma til þíngs fimta dag viku er tíu vikur eru af sumri. Eptir gamla stíl er sumarkoma á fimtudag þann sem ber uppá 9. til 15. Aprilis, og kemr því sumar eptir gamla stíl árið 1096 10. April. Goðar allir skyldu þá koma til þíngs ekki seinna en að kvöldi hins 19. Juni, en alþíng átti að byrja 20. Juni, og ekki að standa lengr en til 3. Juli; þessvegna munu lögin vera sett í Juni mánuði þetta ár.

Þess má enn geta, að í hinni svo nefndu Bergþórs statútu" er sagt í skýrum orðum, að tíund hafi verið lögtekin „þórsdaginn næstan eptir Bótólfs vöku" ár „xcvii", það yrði 18. Juni 1097. En þenna dag áttu goðar að koma til þings, og alþing sjálft átti ekki að hefjast fyr en daginn eptir; er þetta því, með mörgu öðru, vottr um að hin svonefnda Bergþórs statúta er fölsuð.

A.

Eptir skinnbók í konúngsins mikla bókasafni í Kaupmannahöfn, Gamle kongelige Samling Nr. 1157 í Folio; sú bók öll er prentuð og útgefin af Vilhjálmi Finsen, í Khöfn 1852. í tveimr deildum í 8vo; en afskriptir eptir henni eru Nr. 335 í Fol. í Árna Magnússonar safni, samborin og leiðrétt af Árna sjálfum; Nr. 336 í Fol. með hendi Ásgeirs Jónssonar, sem mest ritaði fyrir Þormóð Torfason; Nr. 337 í Folio' með sömu hendi, og Nr. 121 í 4to með sömu hendi. Á skinnbók þessari er fyrst Kristinrèttr hinn forni, Þorláks og Ketils, með þessu niðrlagi (Fins.

1) i formálanum fyrir útgáfu Thorkelins af Kristinrétti hinum forna bls. xvi er talið rángt Nr. 338-340, í stað 335-337.

útg. bls. 36): Sva settv þeir ketill byskop ok thorlakr byskop at rapi ozorar erkibyskops. oc Sæmundar oc margra kennimanna annarra kristinna laga þatt sem nv var tint oc vpp sagt" (skinnb. bls. 16). þar eptir eru tvær greinir (skinnb. bls. 16b, 17a), og eru í annari nýmæli um föstur, sem sett voru þa er Magnus Gizorarson var byskop orðinn", þ. e. 1216 eða þar á eptir, en önnur er um misseristal. Eptir þetta fylgir þingskapa þáttr og margir aðrir þættir úr Grágás (skinnb. bls. 17-166; Fins. 2, 170); þar eptir koma ymsir smáþættir (skinnb. bls. 166-179), og þar á meðal um rétt Noregs konúngs á Íslandi" (Nr. 16 bls. 54 hér að framan), og um rétt Íslendínga í Noregi" (Nr. 21 bls. 61-67); seinast er um tíundargjald", sem er sú skrá er hèr fylgir eptir, og að lyktum nokkrar greinir sem snerta Kristinrétt. Það er auðsætt af þessari niðrröðun, að handrit þetta hefir verið ætlað til að vera nokkurskonar safn laga, en ekki afskript af Grágás einni Í Grágás er það ætlað til að fylla önnur handrit, og bendir til þess, að hér er upphafið eitt á mörgum lagagreinum, en hleypt úr greininni sjálfri, sem merkt er með orðinu „usque", þ.e. að greinin sé eins og í einhverju öðru handriti, sem ritarinn hefir þekkt og ætlazt til að væri við hendina, allt að" því eða því orði, sem hann þá aptr byrjar á; en handrit það, sem bent er til, er nú að líkindum undir lok liðið. Til þessa hins sama benda kaflar þeir sem fylgja á eptir bálkunum úr Grágás, ok eru líklega safn af ymsum lagagreinum, samþykktum og skjölum, sem hafa smásaman verið samin til breytinga eða aukningar laganna. Tíundarlögin eru í þessu handriti frálaus Kristinrétti, þar sem þau eiga þó mest skylt við; því mun varla vera að efa, að ritarinn hafi haft þau fyrir sér í handriti laus frá Kristinrétti, og að þetta sé hin rèttu tíundarlög Gizurar biskups, hin fornu. Eitt meðal annars því til styrkingar er, að sumar greinir eru sama efnis í Kristinrétti og tíundarlögunum, og mundi það hafa verið varazt ef allt skyldi hafa átt að vera ein lög sem á bók þessari væri.

saman.

Um aldr skinnbókarinnar vottar nýmæli það, sem áðr var getið að stendr aptan við Kristinrètt, þar sem sagt er að það hafi verið gjört þá er Magnús Gizurarson var biskup orðinn". Þetta bendir til, að handritið er ekki eldra en 1216, það er og á orðum þessum að ráða, að frá því hafi eigi allskammt verið liðið að Magnús varð biskup, og til þess er greinin var samin. — Annað það, sem má ráða af um aldr handritsins, eru helgidagar þeir sem taldir eru í

Kristinrétti (cap. 13, Fins. bls. 30-31); þar er talin Þorláksmessa fyrir jól, sem lögtekin var 1199', en ekki þorláksmessa á sumar, sem var lögtekin 1237; en þar er og talin Magnúsmessa Eyjajarls á jólaföstu, sem var sett 1135, en ekki lögtekin á Íslandi fyr en 1326. Af því getr maðr þó enganveginn dregið, að handrit þetta sè ekki eldra en frá 14du öld, heldr hlýtr svo að standa á um Magnúsmessu, að hún hafi verið haldin af mörgum og talin með helgidögum áðr en hún var lögleidd, og það ef til vill allt í frá 12. öld. En að öðru leyti er það einnig auðsætt, að helgidagatalið í bókinni getr ekki verið frá 1123, þegar Kristinrèttr hinn forni var settr, heldr er annaðhvort, að öllum þeim kapítula er skotið inn í þessari bók, eða að hann hefir að minnsta kosti verið orðum aukinn áðr en hann hefir verið ritaðr hér. Af sjálfri letrgjörð bókarinnar verðr ekki ályktað að hún sè ýngri en 1260, en hún gæti fyrir þá sök verið frá hèrumbil 1230. þó hefi eg sett hana um 1250 vegna þess, að þegar hún er borin saman við skinnbókina í safni Árna Magnússonar, Nr. 334 Fol. (B her næst fyrir aptan), sem ekki getr verið eldri en 1271, þá virðist höndin svo lík, að ekki geti verið meira en sem svari 20 ára aldrsmunr á þessum bókum. Sýnishorn af bók þessari er með útgáfu Árna Magnússonar nefndarinnar af Grágás, og líkist það ágætlega; þar er og handritinu nokkuð lýst í formálanum, er þar og þess getið, að Finnr Magnússon, Rafn, Werlauff og þórdr Sveinbjarnarson hafi haldið að hún væri rituð snemma á 14du öld, en Grímr Thorkelín seint á 13du2; Norðmenn hafa sett aldr hennar um miðja 13du öld, og það ætla eg fari næst hinu rètta.

þess hefir ekki fyr verið getið, og er það þó fróðlegt að vita, að vér getum rakið sögu bókar þessarar fram til 1500, eptir nöfnum eigenda, sem hafa ritað í hana. þess er fyrst að geta, að á bls. 179 er ritað þetta með hendi frá 16. öld:

Þorsteinn finnbogson a mik

uel mattv sia mik

vp mattv tacka mik

ecki mun þat saka þik

1) sbr. Páls bisk. sögu cap. 8 (Biskupasögur 1, 134); það kemr saman

við söguna, að fasta skyldi tvö dægr fyrir Þorláksmessu.

2) Schlegels ritgjörð um Grágás, framanvið útgáfu Árna-Magnúss. nefndarinnar bls. LXI athgr. **.

en ef þv stelvr mier

þat lavnar fianden þier".

á bls. 43 efst stendr, með hendi frá sömu öld:

Jon Magnvsson vill eiga bock þessa.

Jsleifur Sygurðzson vill og eiga hanna.
Eigi sa sem helldur ma".

á bls. 171 stendr: þessa bok a jsleifr bonde a grund". En framar stendrá bls. 114, einmitt við kapítulann um hjóna skilnað", nafnið: „Pall Jonsson", og neðar á sömu blaðsíðu „Helga”. Af þessu álykta eg, að bókina hafi á 16du öld átt þorsteinn Finnbogason í Hafrafellstúngu, sýslumaðr í þíngeyjar þíngi († 1553), og líklega á undan honum faðir hans, Finnbogi hinn gamli lögmaðr, í Ási í Kelduhverfi, hinn mesti lögfræðíngr á Íslandi um sína daga (lögmaðr norðan og vestan 1484; † 1511). Frá þorsteini hefir Ísleifr Sigurðsson á Grund í Eyjafirði eignazt þessa bók, og síðan Jón Magnússon á Svalbarði á Svalbarðsströnd. Eptir Jón hefir sonr hans Staðarhóls-Páll og kona hans Helga Aradóttir lögmanns átt bókina og farið með hana vestr. Síðan hefir hún líklega komizt í eigu Ragnheiðar, dóttur Páls, og frá henni til sonar hennar Brynjólfs biskups Sveinssonar, en hann sendi hana Friðreki konúngi hinum þriðja með bréfi til bókavarðar konúngs Vilhjálms Lange 10. Juli 1656. Brot úr þessu brèfi er enn til, og þar á meðal sá kaflinn, þar sem biskupinn nefnir skinnbók þessa. Mitto", segir hann tertium itidem membraneum codicem legum priscarum, qvas rex Olafus cognomine sanctus nobis qvondam dedisse dicitur, qvi codex Graagaas, h. e. anser, vulgo appellatur"'.

66

Eptir þessu handriti eru tíundarlög Gizurar biskups prentuð í riti Halldórs Einarssonar. Om Værdie-Beregning paa Landsviis og Tiende-Ydelsen i Island. Khavn 1833. 8vo. bls. 61–84 með danskri útleggingu; - í: Grágás, elzta lögbók Íslendínga. útg. eptir skinnbókinni í bókasafni konúngs af Vilhjálmi Finsen. Khöfn 1852. 8vo. II, 205-215; og í: Lovsamling for Island, samlet og udgivet af Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson I, 1-9. Khavn. 1853. 8vo. Töflur um útreikníng tíundarinnar eru í Finns bisk

1) Bréfið í blöðum úr bréfabókum Brynjólfs biskups i Nye kgl. Saml. 1392 Fol. i konúngsins stóra bókasafni í Kaupmannahöfn. Það er eptirtektar vert, hversu hinn lærðasti maðr einn sem þá var uppi, Brynjólfr biskup, blandar saman norskum lögum og íslenzkum, og lætr Ólaf hinn helga gefa Íslendingum lögbók á dögum fríveldis þeirra.

« PreviousContinue »