bréfasöfnum ymsra landa eða borga, og verðr með því móti á vegi fyrir oss, en af sumu fáum vèr að frétta af hendíngu og sumu ekki. แ Auk þess, sem getið er um einstök brèf og söfn af þeim, þá eru einnig til önnur, sem eru nokkuð öðruvísi löguð, en þó samkynja að sumu leyti. Það eru máldagar biskupanna, sem eru að einu leytinu einstök brèf fyrir hverja kirkju, útgefin af biskupinum við vígslu kirkjunnar eða við skoðun hennar, en að öðru leytinu eru máldagar hvers biskups, svosem bók sèrílagi, eins og visitatiu-bækr biskupanna á síðari tímum, sem eru einskonar framhald máldaganna. Þó mart sè nú tapað af þessum máldögum, þá höfum vèr þó ekki allfáa einstaka máldaga, jafnvel frá hinum elztu tímum, sem koma í ljós í fyrsta bindi fornbrèfasafnsins, en síðan verða máldagasöfnin stærri og heillegri, og kann vera að þá yrði réttara að skilja máldagana frá fornbrèfasafninu og láta prenta þá sèrílagi, einsog herra yfirdómari Jón Pétursson hefir byrjað á með Auðunnar máldaga í Tímariti” sínu, en til útgáfu máldaganna þarf miklar rannsóknir og samanburð, ef hún ætti að verða áreiðanleg og nokkurnveginn fullkomin, eins og ráða má af þeim einstökum máldögum, sem koma í ljós í þessu bindi. Máldagasöfn þau, sem helzt eru í heild og gæti verið réttara að gefa út sèrílagi, byrja fyrst eptir tíma Árna biskups Helgasonar, því af hinum fyrri er of mikið týnt til þess, að af þeim geti orðið mynduð nein heild. Það eru þessir máldagar úr Skálholts biskupsdæmi: Jóns Halldórssonar, sem árfæra mætti til 1325; Jóns Índriðasonar 1340; Jóns Sigurðarsonar, 1343; Gyrðs Ívarssonar 1350; Oddgeirs Þorsteinssonar frá 1370, eptir Hítardalsbók; Michaels frá 1384; Vilchins frá 1397; Sveins hins spaka, Pètrssonar, frá 1466; Stephans Jónssonar frá 1490; Ögmundar Pálssonar frá 1525; Marteins Einarssonar frá 1553; Gísla Jónssonar frá 1575, og Odds biskups Einarssonar frá hèrumbil 1600. En úr Hóla biskupsdæmi eru þessir: Auðunnar biskups rauða, Þorbergssonar, 1318; Jóns biskups skalla Eiríkssonar, 1360; Pètrs biskups Nikulássonar 1395; Jóns Vilhjálmssonar í bréfabók hans 1430; Ólafs Rögnvaldssonar 1460; Sigurðar Jónssonar biskups Arasonar, officialis á Grenjaðarstað, sem hefir látið gjöra Sigurðar registr (1551). Það mundi verða hægra til yfirlits, að taka saman í heild máldaga sèrhvers biskups. Af brèfabókum, sem eru til í heild sinni og ætti ef til vill helzt að verða prentaðar sérstaklega, eru þessar helztar að telja, að því er vèr vitum til: brefabók Jóns biskups Vilhjálmssonar á Hólum (1430-1440), og brèfabók Gizurar biskups Einarssonar í Skálholti (1540-1547). Úr brèfabók Ögmundar biskups má tína mart saman eptir afskriptum, sem Árni Magnússon hefir látið gjöra eptir frumritinu, og nú eru í safni hans og í stiptsbókhlöðunni í Reykjavík. Bréfabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar, Gottskálks biskups Nikulássonar, Jóns biskups Arasonar og Ólafs Hjaltasonar hafa verið til á tímum Guðbrands biskups, því hann hefir haft þær fyrir sèr, þegar hann ritaði bæklingana til varnar fyrir afa sinn, Jón lögmann Sigmundarson; nú fyrir laungu er þeirra hvergi getið, og er hætt við þær sè undir lok liðnar. Af brèfabókum Guðbrands biskups má tína saman nokkuð, helzt í skjalasafni biskupsins og í Árna Magnússonar safni, en stórlega mikið og mestan þorra hlýtr að vanta. Skylt þessu er safn af prestastefnu bókum, eða Synodus-ályktunum, sem eru til enn frá sextándu öld að mun. Það er auðsætt á því, sem hér er sagt, að mjög mikil þörf væri á að sérhver, sem á kost á að sjá eða hafa handa á milli gömul handrit, legði alúð á að skygnast eptir með hinni mestu athygli, hvort ekkert fyndist af slíkum skjölum, blöðum eða bóka brotum, svo það yrði frelsað frá tjóni ef auðið væri. Menn fást svo opt um það, að handrit og skjöl hafi verið flutt út úr landiuu og farizt með því móti, en gá ekki að því, sem þó er víst, að enn fleira hefir týnzt og tapazt í landinu sjálfu, og fjöldi íslenzkra handrita hefir einmitt frelsazt með því, að þau hafa komizt til annara landa. Þar með vil eg þó enganveginn sagt hafa, að vèr eigum að bjarga ritum vorum fornum eða nýjum með því, að koma þeim út úr landinu. Miklu framar þyrfti að sjá við þesskonar tjóni í tíma, með því að velja hið bezta ráð, og hið bezta ráð til þess er að koma brèfunum á prent. Eg 66 leyfi mér að ítreka það, sem eg sagði á ársfundi Bókmentafélagsins 12. April 1856, og prentað er í Skýrslum og reikníngum" félagsins fyrir það ár. Þar segir svo: Þetta safn (Fornbréfasafnið) gæti orðið mjög merkilegt og nytsamt í margan máta, ef landar vorir vildi styrkja til þess, bæði með því að gánga í félagið, og með því, að segja til skjala þeirra sem þeir þekkja, og senda annaðhvort til láns eða gjafar félaginu brèfabækr og máldagasöfn og þessháttar; með því móti mætti enn frelsa frá eyðileggingu mörg brèf og skjöl, sem líklega verða annars að engu gagni. Þessu mætti vel við koma, ef menn vildi skrifa upp hver í sínu lagi, eða láta uppskrifa, yfirlit yfir hvað þeir eiga, eða og skjölin sjálf, og sendi síðan yfirlitið og frumritin fèlaginu, en hèldi afskriptum sínum eptir". Þessi tilmæli hafa að vísu borið nokkurn ávözt, sem kemr Fornbrèfasafninu í góðar þarfir, en þó er mikilla muna vant til þess, að það hafi hrifið að fullu. Þegar fyrir liggr að safna fornbrèfum undir prentun, eru tveir vegir fyrir hendi. Annar er sá, að búa undir safnið að fullu og öllu áðr en prentað er; annar er sá, að taka holt og bolt, og láta prenta jafnóðum hvað fyrir verðr, einúngis að þess sé gætt, að halda tímaröðinni innan hvers bindis. Hvor vegrinn, sem tekinn er, hefir sína kosti og sína annmarka. Veli maðr þann veginn, að safna fyrst öllu, eða sem mestu, þá er sá vegrinn lengri til undirbúnings, en hann er fullkomnari. Fari maðr hinn veginn, þá er hann fljótfarnari í bráð, en þá verðr ekki annað en hálfverk eða minna hvað gjört er, og verðr sá, sem ætlar að hafa safnsins not, að lesa sèr sjálfr til það sem þarf. Hèr hefir verið farið nokkurskonar meðalveg. Maðr hefir leitazt við, að fullgjöra safnið sem mest að mögulegt væri, áðr en farið væri að prenta og svo jafnframt. Til þess hafa verið rannsökuð öll þau söfn, sem fyrir hendi voru og að varð komizt, svo prentuð sem óprentuð, og búið til eptir þeim registr yfir öll þau brèf og skrár, sem fyrir hendi voru og umtalsmál var að taka í safn þetta. Hvert skjal er sett sér á blað eptir tímaröð, með þeim athugasemdum, sem þurfa þykir. Þetta er gjört fyrir allt tímabilið, en þó einkum ná kvæmlegast fram til loka fjórtándu aldar, til ársins 1400, og þó mart af því, einkum fram til 1300, með skýríngum og samburði, sem nauðsynlegt er vegna þess, að margar skrár frá þrettándu öldinni eru í brèfabókum, og í blönduðum handritum, en finnast ekki í frumritum. Með þessari aðferð hyggjum vèr þó, að flest af skrám þeim, sem eru eldri en 1300, muni koma fram í svo hreinni mynd, sem þær er nú að fá, og að skýringar þær, sem þeim fylgja, muni bæði sanna þetta og svo gjöra sjálfar skrárnar aðgengilegar og ljósar fyrir lesendum, þó þeir sè ekki lærðir eða kunnugir þesskonar ritum. Skýringar þessar munu verða nauðsynlegar þartil þrettánda öld er á enda, en úr því munu þær að mestu leyti geta orðið felldar úr, svo að nægja megi að prentuð verði brèfin einúngis, eptir frumritunum eða þeim hinum beztu afskriptum sem fást kunna. Safn þetta sjálft ber það með sèr, eptir hverju sèrhver einstök skrá eða bref er prentað, og virðist ekki þörf að skýra nákvæmlegar frá því, en gjört er á hverjum stað, þar sem þau handrit eru nefnd í fyrsta sinn, sem hagnýtt eru. Þó er hèr sett framanvið yfirlit brèfanna, eða röð og efni þeirra, og sömuleiðis yfirlit yfir handrit þau, sem hafa verið hagnýtt við þetta fyrsta bindi Fornbrèfasafnsins; handritunum er raðað eptir töluröð, og er hægt að finna hver þessi handrit eru, sem hèr eru hagnýtt, og hvar þeirra er getið í bókinni. Það má ætla, að flestir muni vera samdóma um, að registr sè í mesta máta nauðsynlegt við slíka bók sem þessa, og til þess hefir verið varið mikilli fyrirhöfn, að gjöra það sem fyllst og greinilegast. Með því að fella saman í eitt registr nafna (manna og staða) og hluta var það tilgángrinn, að gjöra registrið sem einfaldast, svo að ekki þyrfti að leita nema á einum stað að því, sem í bókinni væri; en vera kann, að röðinni sé ekki allstaðar jafnt fylgt; þó er vonanda, að það valdi engri töluverðri villu. Margar af skrám þeim, sem hèr koma fyrir sjónir, eru vandsènar að því leyti, að þær vantar ártal og dagsetningar, og kann þá að virðast nokkuð óvíst, hvort rètt sè ályktað um tímann, sem þær eru heimfærðar til. Um það efni hefir verið mjög nákvæmlega rannsakað, og eg ítreka mitt innilegt þakklæti fyrir þá aðstoð á ymsan veg, sem meistari Guðbrandr Vigfússon í Oxford hefir látið mér í tè við þessar rannsóknir, eins og við undirbúníng safns þessa yfirhöfuð að tala meðan við vorum saman. Bæði hann og herra Eiríkr Magnússon og ymsir fleiri hafa sýnt mèr þar að auki þá góðvild, að senda afskriptir fornbréfa, og votta eg þeim innilegar þakkir fyrir, en eigi síðr þeim, sem hafa annaðhvort með gjöfum sínum til Bókmentafélagsins eða með öðru móti orðið til að auka og bæta safn þetta. Eg hafði í fyrstu von um, að stjórnin mundi styrkja útgáfu þessa fornbrèfasafns til fullnustu, en svo hátt hefi eg þó ekki getað komizt. Eg hefi fengið um nokkur ár 400 rd. árlega, en þurfti og beiddi um 800; seinast urðu ymsar orsakir til þess, að þeir 400 rd. voru dregnir af. Eigi að síðr má eg þakka þenna styrk, því án hans hefði eg ekki getað unnið að verki þessu eins og eg þó hefi gjört, og hinu íslenzka Bókmentafèlagi á eg að þakka, að það hefir borið allan prentkostnaðinn. Hefði félagið haft meiri styrk landa vorra, og með því meiri efni, hefði það getað lagt meira til, og komið þar með meira verki áleiðis. En eigi að síðr má eg maklega þakka það sem af er, því ísinn er brotinn, og hægra viðfángs að halda áfram eptir því sem byrjað er og undir búið. Nú hefir þar að auki hið íslenzka stjórnarráð veitt félaginu 1000 krónur fyrir þetta ár til styrks af því fè, sem alþíng veitti í sumar er var til vísindalegra fyrirtækja, og með þessu móti hefi eg von um að safn þetta fái heppilegan framgång. Kaupmannahöfn 30. Marts 1876. Jón Sigurðsson, forseti Bókmentafélagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn. |